Í gær var undirritaður verksamningur á milli Stykkishólmsbæjar og Skipavíkur hf. um byggingu nýs leikskóla við Búðanesveg 2. Það voru Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri og Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur sem undirrituðu samninginn. Áætlað er að verkinu verði skilað í desember 2006. Leikskólinn verður þriggja deilda leikskóli, 522 fermetrar að stærð með stækkunarmöguleika upp á 72 fermetra fyrir fjórðu deildina. Það er Guðrún Ingvadóttir hjá Arkís sem er arkitekt hússins, burðarvirki og lagnir er unnið af VST og Landhönnun á Selfossi sér um lóðarhönnun. (26. ágúst 2005 tekið af vef Stykkishólmsbæjar 2011)