Víkingaskip eða kannski öllu heldur víkingaskúta með öllum nútímabúnaði og nútímaþægindum var sjósett hjá Skipavík í Stykkishólmi í gær. Er skrokklagið það sama og á Gauksstaðaskipinu en skipið er yfirbyggt og seglabúnaður hefðbundinn. Verður skipið notað sem sýningarskip en stefnt er að því að smíða fyrir erlendan markað. Skútan er 55 feta löng, að sjálfsögðu líka vélknúin og káetur fyrir sex.